Starfsfólk þarf ekki norður Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Stofnunin verður flutt hægar en ráð var fyrir gert í fyrstu. Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu upprunalegum áformum ráðherra harðlega. Vísir/VAlli Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum. Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum.
Alþingi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent