Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 15:18 Það fór vel á milli Macron og Johnson í París í dag. Getty/Chesnos Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41