Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Hlín Bolladóttir skrifar 10. desember 2019 11:00 Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun