Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Ólafur Hauksson skrifar 22. maí 2020 09:30 Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun