Reka fólk út af Old Trafford í kvöld ef það styður Man. City á röngum stöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:30 Það má ekki sjást í Manchester City trefla eða Manchester City treyjur á svæði stuðningsmanna Manchester United í kvöld. Getty/Manchester City FC Það á ekki að taka neina áhættu með öryggi áhorfenda í kvöld þegar Manchester liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitaleik enska deildabikarsins. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í kvöld og þar verður hart tekið á þeim stuðningsmönnum Manchester City sem munu lauma sér inn á svæði sem eru áætluð stuðningsfólki Manchester United. Manchester United hefur gefið út viðvörun að hver sá sem sést styðja Manchester City meðal stuðningsmanna Manchester United, hvort sem það er með köllum eða klæðnaði, verði umsvifalaust vísað á dyr. Manchester United have warned fans that they will eject anyone supporting Manchester City in the home areas of Old Trafford tonight. More: https://t.co/ICpB6JbChSpic.twitter.com/6yHW4Y4s7P— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2020 Félögin ákváðu í sameiningu og af öryggisástæðum að bjóða upp á færri miða fyrir stuðningsfólk Manchester City í þessum leik en áætlað var. Það er þess vegna sem menn óttast það að einhverjir stuðningsmenn Manchester City reyni að smygla sér inn á miðum ætluðum stuðningsfólki Manchester United. Það er búist við því að sjötíu þúsund manns verði á vellinum þótt að sex þúsund færri miðar hafi farið í sölu. Venjulega á útiliðið að fá tíu prósent af miðum í boði en City fékk þó bara þrjú þúsund miða. Manchester United fær síðan aðeins 2800 miða á seinni leikinn sem er á heimavelli Manchester City 29. janúar næstkomandi. Þessi stóra ákvörðun var tekin í framhaldi af því sem gerðist á deildarleik liðanna á dögunum. Fred, miðjumaður Manchester United, varð þar meðal annars fyrir kynþáttaníði að hálfu stuðningsmanns Manchester City. Manchester United mun kalla til fleiri lögreglumenn, fleiri öryggisverði og fleira starfsfólk í kvöld og þá erum við að tala bæði inn á vellinum sem og utan hans. Leikur Manchester United og Manchester City á Old Trafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Það á ekki að taka neina áhættu með öryggi áhorfenda í kvöld þegar Manchester liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitaleik enska deildabikarsins. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í kvöld og þar verður hart tekið á þeim stuðningsmönnum Manchester City sem munu lauma sér inn á svæði sem eru áætluð stuðningsfólki Manchester United. Manchester United hefur gefið út viðvörun að hver sá sem sést styðja Manchester City meðal stuðningsmanna Manchester United, hvort sem það er með köllum eða klæðnaði, verði umsvifalaust vísað á dyr. Manchester United have warned fans that they will eject anyone supporting Manchester City in the home areas of Old Trafford tonight. More: https://t.co/ICpB6JbChSpic.twitter.com/6yHW4Y4s7P— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2020 Félögin ákváðu í sameiningu og af öryggisástæðum að bjóða upp á færri miða fyrir stuðningsfólk Manchester City í þessum leik en áætlað var. Það er þess vegna sem menn óttast það að einhverjir stuðningsmenn Manchester City reyni að smygla sér inn á miðum ætluðum stuðningsfólki Manchester United. Það er búist við því að sjötíu þúsund manns verði á vellinum þótt að sex þúsund færri miðar hafi farið í sölu. Venjulega á útiliðið að fá tíu prósent af miðum í boði en City fékk þó bara þrjú þúsund miða. Manchester United fær síðan aðeins 2800 miða á seinni leikinn sem er á heimavelli Manchester City 29. janúar næstkomandi. Þessi stóra ákvörðun var tekin í framhaldi af því sem gerðist á deildarleik liðanna á dögunum. Fred, miðjumaður Manchester United, varð þar meðal annars fyrir kynþáttaníði að hálfu stuðningsmanns Manchester City. Manchester United mun kalla til fleiri lögreglumenn, fleiri öryggisverði og fleira starfsfólk í kvöld og þá erum við að tala bæði inn á vellinum sem og utan hans. Leikur Manchester United og Manchester City á Old Trafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira