Pep
Guardiola segir að hann muni aldrei setjast í stjórastólinn á OldTrafford ekki frekar að hann muni aldrei taka við liði RealMadrid.
Guardiola var spurður út í möguleikann á því að taka við liði ManchesterUnited í framtíðinni en Spánverjinn svaraði að hann vildi frekar taka sér frí.
Guardiola var einn af þeim sem kom til greina sem eftirmaður Sir Alex Ferguson árið 2013 en var þá búinn að festa sig hjá BayernMünchen.
"If I didn't have any offers, I would be in the Maldives."
— BBC Sport (@BBCSport) January 6, 2020
Pep Guardiola says he would never manage Man United and would rather go on holiday.
More here https://t.co/qP2Uo2j9HW#MUFC#MCFC#bbcfootballpic.twitter.com/7uTuX96ToV
„Ef ég fengi engin önnur tilboð en frá ManchesterUnited þá þýddi það vara frí fyrir mig á Maldíveyjum. Kannski ekki Maldíveyjar af því að þar eru engin golfvellir,“ svaraði PepGuardiola og hélt áfram:
„Eftir að hafa stýrt ManchesterCity þá er ljóst að ég tek ekki við United liðinu alveg eins og ég mun aldrei þjálfa RealMadrid,“ sagði PepGuardiola á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Manchester liðanna í kvöld í enska deildabikarnum.
„Ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir þessum klúbbi. Í sögu allra félaga koma tímabil þar sem gengur ekki nógu vel. Þeir koma aftur. Fyrr en síðar verður Manchester United aftur í stöðu til að berjast um enska meistaratitilinn,“ sagði Guardiola.
Hinn 48 ára gamli PepGuardiola er einn eftirsóttasti knattspyrnustjóri heims og þarf örugglega ekki að hafa áhyggjur af tilboðum hætti hann með ManchesterCity. PepGuardiola hefur unnið tuttugu titla á stjóraferlinum þar á meðal tvo Englandstitla í röð og þrjá bikara á síðustu leiktíð með ManchesterCity. Einn af þeim var enski deildabikarinn þar sem ManchesterCity hefur titil að verja í kvöld.
Leikur ManchesterUnited og ManchesterCity á OldTrafford hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.