Sjálfbært Ísland: Ímynd eða bylting? Zoe Vala Sands skrifar 4. febrúar 2020 07:00 Fimmtudaginn 30. janúar fór fram Janúarráðstefna Festu. Þar var m.a. fjallað um þau tækifæri sem felast í sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu og hvernig smærri ríki geta verið leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu. Sjálfbær ímynd Íslands Á ráðstefnunni kynntu fimm íslensk fyrirtæki (Össur, Orka náttúrunnar, Pure North Recycling, Vistorka og Klappir) sjálfbærnistefnu sína og markmið fyrir næstu 12 mánuði. Í kynningu fyrirtækisins Pure North Recycling, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu, kom fram að kolefnisfótspor Íslendinga er sjöfalt hærra en kolefnisfótspor meðaljarðarbúans. Jamie Nack, forstjóri bandaríska ráðgjafafyrirtækisins, Three Squares og ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar, hallaði sér að mér og hvíslaði: „Getur það verið? Nýtið þið ekki græna orku fyrir rafmang og hita?“ Ímynd Íslands erlendis er hrein náttúra, óspillt, fallegt og sjálfbært land og vissulega er það verðskuldað upp að vissu marki. En hve sönn er þessi ímynd í raun? Er þessi ímynd, um að Ísland sé sjálfbærara en aðrar þjóðir ef til vill byggð á misskilningi eða óskhyggju og jafnvel til þess fallin að letja okkur til frekari aðgerða? Það getur verið auðvelt og freistandi að láta blekkjast af glæstri ímynd. En ímynd og orðspor þarf að byggja á því sem satt reynist, en ekki óskhyggju. Raunveruleikinn Því miður er raunin sú að Ísland er með mesta losun koltvísýrings (CO2) frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands (1). Þessi útblástur er að mestu af völdum flugreksturs (33%) og 30% skrifast á framleiðslu málma. Það er samt ekki einungis við stóriðjuna og flugið að sakast, því við einstaklingarnir, heimilin, erum í raun ekkert annað en umverfissóðar sjálf. Magn heimilisúrgangs á Íslandi var rúmlega 660 kg/íbúa árið 2016 miðað við 480 kg/íbúa að meðaltali innan ESB. Aðeins þriðjungur alls heimilisúrgangs Íslendinga fer til endurvinnslu og undir fjórðungur alls plasts (2). Aðeins Danir henda meiru en Íslendingar (3). Hvað varðar stærð kolefnisfótspors heimila á Íslandi eru það helst innflutt matvæli og samgöngur sem hafa mest áhrif (4). Það er því deginum ljósara að Ísland getur og þarf að gera betur til að standa undir nafni. Ef að Ísland vill vera raunverulegur leiðtogi á sviði sjálfbærni, þurfum við að horfa í eigin barm, viðurkenna það sem betur má fara, bretta upp ermar og taka saman höndum öll sem eitt til þess að gera nauðsynlegar breytingar. Þótt svo að Ísland vegi ef til vill ekki ekki þungt í samhengi hlutanna þegar kemur að losun CO2 á alþjóðavísu má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að Ísland leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Öllum ríkjum ber skylda til þess að gera sitt besta. Mikilvægasta hlutverk Íslands getur e.t.v. falist í því að vera öðrum fyrirmynd. Ísland hefur í raun einstakt tækifæri til þess að sýna fram á þá möguleika sem búa í sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu. Með því að nýta styrkleika samfélagsins og jákvæða umhverfisvæna ímynd landsins getum við átt þátt í að leiða þessa lífsnauðsynlegu byltingu. Framtíðarsýn Samheldni, smæð, sterkur efnahagur, tæknivætt og upplýst samfélag eru allt styrkleikar sem við getum virkjað til þess að ná skjótari árangri en er mögulegt víðast hvar annar staðar. Ef viljinn er til verksins. Á Janúarráðstefnu Festu voru kynnar margar spennandi hugmyndir og leiðir til að ná sjálfbærni sem vert er að gefa gaum. Um leið og lögð var áhersla á mikilvægi þverfaglegs samstarfs og aukins samtals einstaklinga, einkageirans og stjórnvalda, var einnig undirstrikað að hér getur enginn verið stikkfrí. Ef ná á markmiðum sjálfbærni hafa allir hlutverki að gegna, allir geta og þurfa að leggja sitt af mörkum. Virkjum einstaklinginn Virkja þarf hlutverk einstaklingsins í hringrásarhagkerfinu, sem væri t.d. hægt með því að beita aðferðum hegðunarhagfræði til þess að hvetja fólk til dáða. Á sama máta mætti einnig sjá fyrir sér að nýta mátt upplýsingatækninnar til þess að hvetja til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar meðal almennings (og fyrirtækja), með því að upplýsa neytendur betur um lífsferil þeirra vara sem neytt er, þar með talið hvað verður um það sem fleygt er, sorpið. Umbun, eða viðurkenning fyrir jákvæða samfélagslega hegðun hvetur fólk til dáða. Þetta er ekki síst mikilvægt með tillit til þess að áhrif hringrásarhagkerfisins taka tiltölulega langan tíma að koma í ljós og þannig geta skýrar upplýsingar um ferli og vægi hringrásarinnar skipt sköpum fyrir aukna þátttöku og trúverðugleika. Vægi einkageirans Janúarráðstefnan lagði ekki hvað síst áherslu á vægi einkageirans fyrir sjálfbærnihreyfinguna. Sjálfbærnihreyfingin byggir í raun á því að fyrirtæki sjái tækifærin sem felast í hugtakinu Grænn Hagnaður, að það sé raunverulegur hagnaður og langtímaávinningur í umhverfisvænni stefnu. Jamie Nack, sem starfar við stefnumótun í loftslagsaðgerðum fyrir m.a. Fortune 500 fyrirtæki og vann um tíma með Al Gore, hvatti íslensk fyrirtæki til þess að horfa á loftslagskrísuna sem tækifæri til þess að grípa til aðgerða og skera sig þannig úr hópi samkeppnisaðila. Sá markhópur sem setur sjálfbærni og sjálfbærar fjárfestingar í fyrsta sæti fer ört vaxandi í heiminum, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar. Rannsóknir Morgan Stanley sýna t.d. að 95% þúsundarkynslóðinnar hafa áhuga á sjálfbærum fjárfestingum (5). Óumhverfisvæn fyrirtæki verða einfaldlega skilin eftir í fortíðinni. Hlutverk stjórnvalda Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér langtíma markmið með tilliti til hringrásarhagkerfisins, en þó er ekki síður mikilvægt að horfa til áhrifamáttar smærri skrefa, líkt og plastpokabannsins t.d.. Markviss lítil skref, þar sem breytingar eru innleiddar á styttri tíma, geta gefið áþreifanlegri tilfinningu fyrir því að verið sé að breyta hlutum. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Vistvæn lagasetning getur sett hringrásarhagkerfið í forgang og stutt þannig við starfsumhverfi umhverfisvænna fyrirtækja. Gera má ráð fyrir að þátttaka í hringrásarhagkerfinu myndi aukast til muna ef réttir hvatar væru til staðar, t.d. að verðlaunað væri í auknum mæli fyrir endurvinnslu/nýtingu. Gott dæmi er t.d. sá árangur sem hefur náðst með hvatakerfinu við endurvinnslu plastflaskna hér á landi, líkt og fyrirtækið Vistorka benti á í sínu erindi á ráðstefnunni. Fyrirtækið Pure North Recycling lagði til að óendurvinnanlegt plast í umbúðum á Íslandi verði einfaldlega bannað. Samkvæmt upplýsingum Pure North Recycling þá sparast 8.9 tonn af olíu fyrir hvert tonn af plasti sem er endurnýtt. Það er ljóst að mikil tækifæri felast í frekari eflingu, fjárfestingu og nýsköpun á sviði hringrásarhagkerfisins á Íslandi Ísland hefur allt að vinna og gæti vel leitt öfluga byltingu á sviði sjálfbærni. Sýnum samheldni, djörfung og hug og gerum íslensku sjálfbærnihreyfinguna að raunverulegu hreyfiafli. Gerum hringrásarhagkerfið eins íslenskst og víkingaklappið! Gerum ímynd okkar að raunveruleika.Heimildir: 1. https://statice.is/publications/news-archive/environment/carbon-dioxide-emission-per-capita/?fbclid=IwAR0PO_4PFjAEOTloIXwmAx8KJTHOcHEZLlGcbhx_pvV998UusJaBOXfym1A 2. /g/2019190129283 3. https://www.ust.is/graent-samfelag/urgangsmal/umhverfisvisar-og-tolfraedi/heildarmagn-og-medhondlun/ 4. https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/ 5. https://www.morganstanley.com/pub/content/dam/msdotcom/infographics/sustainable-investing/Sustainable_Signals_Individual_Investor_White_Paper_Final.pdfHöfundur var sjálfboðaliði í skipulagningu Janúarráðstefnu Festu, er með BA í sagnfræði og eðlisrænni & mannvistarlandafræði frá Dartmouth College í Bandaríkjunum og er meistaranemi í verkefnastjórnun við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 30. janúar fór fram Janúarráðstefna Festu. Þar var m.a. fjallað um þau tækifæri sem felast í sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu og hvernig smærri ríki geta verið leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu. Sjálfbær ímynd Íslands Á ráðstefnunni kynntu fimm íslensk fyrirtæki (Össur, Orka náttúrunnar, Pure North Recycling, Vistorka og Klappir) sjálfbærnistefnu sína og markmið fyrir næstu 12 mánuði. Í kynningu fyrirtækisins Pure North Recycling, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu, kom fram að kolefnisfótspor Íslendinga er sjöfalt hærra en kolefnisfótspor meðaljarðarbúans. Jamie Nack, forstjóri bandaríska ráðgjafafyrirtækisins, Three Squares og ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar, hallaði sér að mér og hvíslaði: „Getur það verið? Nýtið þið ekki græna orku fyrir rafmang og hita?“ Ímynd Íslands erlendis er hrein náttúra, óspillt, fallegt og sjálfbært land og vissulega er það verðskuldað upp að vissu marki. En hve sönn er þessi ímynd í raun? Er þessi ímynd, um að Ísland sé sjálfbærara en aðrar þjóðir ef til vill byggð á misskilningi eða óskhyggju og jafnvel til þess fallin að letja okkur til frekari aðgerða? Það getur verið auðvelt og freistandi að láta blekkjast af glæstri ímynd. En ímynd og orðspor þarf að byggja á því sem satt reynist, en ekki óskhyggju. Raunveruleikinn Því miður er raunin sú að Ísland er með mesta losun koltvísýrings (CO2) frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands (1). Þessi útblástur er að mestu af völdum flugreksturs (33%) og 30% skrifast á framleiðslu málma. Það er samt ekki einungis við stóriðjuna og flugið að sakast, því við einstaklingarnir, heimilin, erum í raun ekkert annað en umverfissóðar sjálf. Magn heimilisúrgangs á Íslandi var rúmlega 660 kg/íbúa árið 2016 miðað við 480 kg/íbúa að meðaltali innan ESB. Aðeins þriðjungur alls heimilisúrgangs Íslendinga fer til endurvinnslu og undir fjórðungur alls plasts (2). Aðeins Danir henda meiru en Íslendingar (3). Hvað varðar stærð kolefnisfótspors heimila á Íslandi eru það helst innflutt matvæli og samgöngur sem hafa mest áhrif (4). Það er því deginum ljósara að Ísland getur og þarf að gera betur til að standa undir nafni. Ef að Ísland vill vera raunverulegur leiðtogi á sviði sjálfbærni, þurfum við að horfa í eigin barm, viðurkenna það sem betur má fara, bretta upp ermar og taka saman höndum öll sem eitt til þess að gera nauðsynlegar breytingar. Þótt svo að Ísland vegi ef til vill ekki ekki þungt í samhengi hlutanna þegar kemur að losun CO2 á alþjóðavísu má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að Ísland leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Öllum ríkjum ber skylda til þess að gera sitt besta. Mikilvægasta hlutverk Íslands getur e.t.v. falist í því að vera öðrum fyrirmynd. Ísland hefur í raun einstakt tækifæri til þess að sýna fram á þá möguleika sem búa í sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu. Með því að nýta styrkleika samfélagsins og jákvæða umhverfisvæna ímynd landsins getum við átt þátt í að leiða þessa lífsnauðsynlegu byltingu. Framtíðarsýn Samheldni, smæð, sterkur efnahagur, tæknivætt og upplýst samfélag eru allt styrkleikar sem við getum virkjað til þess að ná skjótari árangri en er mögulegt víðast hvar annar staðar. Ef viljinn er til verksins. Á Janúarráðstefnu Festu voru kynnar margar spennandi hugmyndir og leiðir til að ná sjálfbærni sem vert er að gefa gaum. Um leið og lögð var áhersla á mikilvægi þverfaglegs samstarfs og aukins samtals einstaklinga, einkageirans og stjórnvalda, var einnig undirstrikað að hér getur enginn verið stikkfrí. Ef ná á markmiðum sjálfbærni hafa allir hlutverki að gegna, allir geta og þurfa að leggja sitt af mörkum. Virkjum einstaklinginn Virkja þarf hlutverk einstaklingsins í hringrásarhagkerfinu, sem væri t.d. hægt með því að beita aðferðum hegðunarhagfræði til þess að hvetja fólk til dáða. Á sama máta mætti einnig sjá fyrir sér að nýta mátt upplýsingatækninnar til þess að hvetja til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar meðal almennings (og fyrirtækja), með því að upplýsa neytendur betur um lífsferil þeirra vara sem neytt er, þar með talið hvað verður um það sem fleygt er, sorpið. Umbun, eða viðurkenning fyrir jákvæða samfélagslega hegðun hvetur fólk til dáða. Þetta er ekki síst mikilvægt með tillit til þess að áhrif hringrásarhagkerfisins taka tiltölulega langan tíma að koma í ljós og þannig geta skýrar upplýsingar um ferli og vægi hringrásarinnar skipt sköpum fyrir aukna þátttöku og trúverðugleika. Vægi einkageirans Janúarráðstefnan lagði ekki hvað síst áherslu á vægi einkageirans fyrir sjálfbærnihreyfinguna. Sjálfbærnihreyfingin byggir í raun á því að fyrirtæki sjái tækifærin sem felast í hugtakinu Grænn Hagnaður, að það sé raunverulegur hagnaður og langtímaávinningur í umhverfisvænni stefnu. Jamie Nack, sem starfar við stefnumótun í loftslagsaðgerðum fyrir m.a. Fortune 500 fyrirtæki og vann um tíma með Al Gore, hvatti íslensk fyrirtæki til þess að horfa á loftslagskrísuna sem tækifæri til þess að grípa til aðgerða og skera sig þannig úr hópi samkeppnisaðila. Sá markhópur sem setur sjálfbærni og sjálfbærar fjárfestingar í fyrsta sæti fer ört vaxandi í heiminum, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar. Rannsóknir Morgan Stanley sýna t.d. að 95% þúsundarkynslóðinnar hafa áhuga á sjálfbærum fjárfestingum (5). Óumhverfisvæn fyrirtæki verða einfaldlega skilin eftir í fortíðinni. Hlutverk stjórnvalda Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér langtíma markmið með tilliti til hringrásarhagkerfisins, en þó er ekki síður mikilvægt að horfa til áhrifamáttar smærri skrefa, líkt og plastpokabannsins t.d.. Markviss lítil skref, þar sem breytingar eru innleiddar á styttri tíma, geta gefið áþreifanlegri tilfinningu fyrir því að verið sé að breyta hlutum. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Vistvæn lagasetning getur sett hringrásarhagkerfið í forgang og stutt þannig við starfsumhverfi umhverfisvænna fyrirtækja. Gera má ráð fyrir að þátttaka í hringrásarhagkerfinu myndi aukast til muna ef réttir hvatar væru til staðar, t.d. að verðlaunað væri í auknum mæli fyrir endurvinnslu/nýtingu. Gott dæmi er t.d. sá árangur sem hefur náðst með hvatakerfinu við endurvinnslu plastflaskna hér á landi, líkt og fyrirtækið Vistorka benti á í sínu erindi á ráðstefnunni. Fyrirtækið Pure North Recycling lagði til að óendurvinnanlegt plast í umbúðum á Íslandi verði einfaldlega bannað. Samkvæmt upplýsingum Pure North Recycling þá sparast 8.9 tonn af olíu fyrir hvert tonn af plasti sem er endurnýtt. Það er ljóst að mikil tækifæri felast í frekari eflingu, fjárfestingu og nýsköpun á sviði hringrásarhagkerfisins á Íslandi Ísland hefur allt að vinna og gæti vel leitt öfluga byltingu á sviði sjálfbærni. Sýnum samheldni, djörfung og hug og gerum íslensku sjálfbærnihreyfinguna að raunverulegu hreyfiafli. Gerum hringrásarhagkerfið eins íslenskst og víkingaklappið! Gerum ímynd okkar að raunveruleika.Heimildir: 1. https://statice.is/publications/news-archive/environment/carbon-dioxide-emission-per-capita/?fbclid=IwAR0PO_4PFjAEOTloIXwmAx8KJTHOcHEZLlGcbhx_pvV998UusJaBOXfym1A 2. /g/2019190129283 3. https://www.ust.is/graent-samfelag/urgangsmal/umhverfisvisar-og-tolfraedi/heildarmagn-og-medhondlun/ 4. https://kjarninn.is/skyring/2017-11-23-hvernig-minnkum-vid-kolefnisfotspor-islendinga/ 5. https://www.morganstanley.com/pub/content/dam/msdotcom/infographics/sustainable-investing/Sustainable_Signals_Individual_Investor_White_Paper_Final.pdfHöfundur var sjálfboðaliði í skipulagningu Janúarráðstefnu Festu, er með BA í sagnfræði og eðlisrænni & mannvistarlandafræði frá Dartmouth College í Bandaríkjunum og er meistaranemi í verkefnastjórnun við HR.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun