Afi og heilsugæslan Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 07:30 Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun