Til hvers tómstundir? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:31 Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun