Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Ævar Harðarson skrifar 30. mars 2022 10:00 Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Samgöngur Borgarlína Laugardalsvöllur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun