Út með ruslið! Halla Signý Kristjánsdóttur skrifar 28. nóvember 2022 09:31 Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma. Um komandi áramót taka ný lög um söfnun á meðhöndlun úrgangs í landinu gildi, eða hringrásarhagkerfislögin eins og þau eru kölluð. Þessi lög voru samþykkt á vorþingi 2021. Markmiðið með innleiðingu hringrásarhagkerfisins er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndum. Ábyrgðin er allra Sveitarstjórnir fara með stjórnsýslu úrgangsmála í landinu en ábyrgðin er einnig á hendi ríkisins, þ.e. að innviðir séu til staðar og að móta lagaumhverfi sem auðveldar innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Sveitarfélög um allt land hafa unnið að innleiðingunni og eru þau mislangt á veg komin enda er hér um miklar breytingar að ræða. Um helmingur sveitarfélaga hefur nú þegar tekist að innleiða lögbundnar samræmdar merkingar fyrir úrgangsflokka og þar hafa fámenn sveitarfélag ekki staðið sig verr í innleiðingunni en þau stóru. Sveitarfélög og ríki hafa ríka ábyrgð við innleiðinguna en við íbúarnir höfum einnig mikilvægt hlutverk við að tryggja að innleiðingin gangi vel. Við erum jú öll hluti af hringrásinni. Plast er ekki sama og plast Að innleiðingu lokinni er gert ráð fyrir að íbúar geti flokkað úrgang sinn enn frekar en nú er gert og þá í fleiri flokka. Þá flokkast samsvarandi efni líkt og plast í fleiri efnisflokka, er það talið nauðsynlegt til þess að endurvinnslu sé betur möguleg. Samhliða þessu er nauðsynlegt að innleiða samræmda merkingu efna. Þá er það ekki nóg að auka ábyrgð heimila og fyrirtækja heldur þarf einnig að auka ábyrgð framleiðenda í lágmarka og bæta umbúðir með það að sjónarmiði að neytendur geti skilað úrgangi og umbúðum til endurvinnslu á réttan hátt. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka endurnýtingu og lágmarka urðun, en í dag er því miður verið að urða mikil verðmæti sem felast í umbúðum og fleiru sem hægt væri að endurvinna inn í hringráshagkerfinu. Nýsköpun er lausn Aukin umræða um loftlagsmál og innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur þegar skilað sér í aukinni nýsköpun í efnisvinnslu úrgangs. Í því samhengi vil ég nefna verkefnið Bláma á Vestfjörðum þar sem unnið er með hugmyndir á framleiðslu metangass úr lífrænum úrgangi sem fellur til í fjórðungnum og er þónokkur. En lífrænn úrgangur hefur aukist verulega samhliða uppbyggingu á fiskeldi og framleiða má með honum orkugjafa sem þegar skortir á svæðinu. Hér er um að ræða verkefni sem er algjörlega samhljóða markmiðum hringrásarhagkerfisins og spennandi verður að fylgjast með framgangi þess. Hlutverk okkar er mikilvægt Líkt og kemur fram í texta sem við öll þekkjum örugglega flest þá erum við aðeins gestir og hótel okkar er jörðin. Við eigum aðeins eina jörð og við eigum ávallt að miða að því að hún verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Þá er það ábyrgð okkar sem gesta á þessari jörð er að taka þátt í að minnka þann úrgang sem urðaður er og taka þátt í möguleikum á meiri endurvinnslu. Okkur ber samfélagsleg skylda til þess að bregðast við í loftlags- og umhverfismálum. Með hringrásarhagkerfinu þurfum við að taka upp nýjan lífstíl sem felur í sér að endurnýta þau hráefni sem við höfum með fjölbreyttum hætti. Það er ekki lengur í boði að henda öllu rusli á haugana heldur þurfum við öll að leggja hendur á plóg til þess að breyta hugarfari og ná þannig jákvæðum árangri til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Aðventa og jólin eru að koma í allri sinni dýrð, samveran lýsir upp skammdegið, gleðin er við völd og sem fyrr bregðumst við felst öll við með því að leggjast í mikla neyslu. Það má auðveldlega halda því fram að líklega sé aldrei meira úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum landsmanna en einmitt á þessum árstíma. Um komandi áramót taka ný lög um söfnun á meðhöndlun úrgangs í landinu gildi, eða hringrásarhagkerfislögin eins og þau eru kölluð. Þessi lög voru samþykkt á vorþingi 2021. Markmiðið með innleiðingu hringrásarhagkerfisins er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndum. Ábyrgðin er allra Sveitarstjórnir fara með stjórnsýslu úrgangsmála í landinu en ábyrgðin er einnig á hendi ríkisins, þ.e. að innviðir séu til staðar og að móta lagaumhverfi sem auðveldar innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Sveitarfélög um allt land hafa unnið að innleiðingunni og eru þau mislangt á veg komin enda er hér um miklar breytingar að ræða. Um helmingur sveitarfélaga hefur nú þegar tekist að innleiða lögbundnar samræmdar merkingar fyrir úrgangsflokka og þar hafa fámenn sveitarfélag ekki staðið sig verr í innleiðingunni en þau stóru. Sveitarfélög og ríki hafa ríka ábyrgð við innleiðinguna en við íbúarnir höfum einnig mikilvægt hlutverk við að tryggja að innleiðingin gangi vel. Við erum jú öll hluti af hringrásinni. Plast er ekki sama og plast Að innleiðingu lokinni er gert ráð fyrir að íbúar geti flokkað úrgang sinn enn frekar en nú er gert og þá í fleiri flokka. Þá flokkast samsvarandi efni líkt og plast í fleiri efnisflokka, er það talið nauðsynlegt til þess að endurvinnslu sé betur möguleg. Samhliða þessu er nauðsynlegt að innleiða samræmda merkingu efna. Þá er það ekki nóg að auka ábyrgð heimila og fyrirtækja heldur þarf einnig að auka ábyrgð framleiðenda í lágmarka og bæta umbúðir með það að sjónarmiði að neytendur geti skilað úrgangi og umbúðum til endurvinnslu á réttan hátt. Markmiðið þarf alltaf að vera að auka endurnýtingu og lágmarka urðun, en í dag er því miður verið að urða mikil verðmæti sem felast í umbúðum og fleiru sem hægt væri að endurvinna inn í hringráshagkerfinu. Nýsköpun er lausn Aukin umræða um loftlagsmál og innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur þegar skilað sér í aukinni nýsköpun í efnisvinnslu úrgangs. Í því samhengi vil ég nefna verkefnið Bláma á Vestfjörðum þar sem unnið er með hugmyndir á framleiðslu metangass úr lífrænum úrgangi sem fellur til í fjórðungnum og er þónokkur. En lífrænn úrgangur hefur aukist verulega samhliða uppbyggingu á fiskeldi og framleiða má með honum orkugjafa sem þegar skortir á svæðinu. Hér er um að ræða verkefni sem er algjörlega samhljóða markmiðum hringrásarhagkerfisins og spennandi verður að fylgjast með framgangi þess. Hlutverk okkar er mikilvægt Líkt og kemur fram í texta sem við öll þekkjum örugglega flest þá erum við aðeins gestir og hótel okkar er jörðin. Við eigum aðeins eina jörð og við eigum ávallt að miða að því að hún verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir. Þá er það ábyrgð okkar sem gesta á þessari jörð er að taka þátt í að minnka þann úrgang sem urðaður er og taka þátt í möguleikum á meiri endurvinnslu. Okkur ber samfélagsleg skylda til þess að bregðast við í loftlags- og umhverfismálum. Með hringrásarhagkerfinu þurfum við að taka upp nýjan lífstíl sem felur í sér að endurnýta þau hráefni sem við höfum með fjölbreyttum hætti. Það er ekki lengur í boði að henda öllu rusli á haugana heldur þurfum við öll að leggja hendur á plóg til þess að breyta hugarfari og ná þannig jákvæðum árangri til framtíðar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun