Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 10:35 Bell teiknaði skopmyndir fyrir Guardian í um 40 ár. Getty/Corbis/Colin McPherson Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira