Skiptum út dönsku fyrir læsi Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 7. desember 2023 10:31 Margt hefur verið sagt um Pisa og þar ýmislegt athyglis- og umhugsunarvert komið fram, enda er Pisa yfirgripsmikill samanburður milli Evrópuþjóða. Hér áður var þýðing á Pisa gagnrýnd, talið að samræmi milli frumtexta og þýðingar hefði brugðist (2015). Sem sannarlega myndi skekkja og/eða útskýra að einhverju leyti niðurstöðurnar ef rétt væri. Það hefur ekki verið rannsakað svo við vitum til. Vissulega er mikilvægt að rýna í niðurstöðurnar og meta stöðuna en best að gera það af skynsemi og með réttar upplýsingar að leiðarljósi. Það er nefnilega margt jákvætt hægt að lesa úr téðri könnun hvað varðar líðan barnanna okkar. Um leið er mikilvægt er að hafa í huga að það er ekkert barn ólæst þó vissulega séu um 4% nemenda að glíma við mikla lestrarörðugleika og slakan lesskilning, sem við gefum okkur að unnið hafi verið með á fjölbreyttan hátt af bæði kennurum og foreldrum þessara nemenda. Skólakerfið okkar er nefnilega fullt af sérfræðingum sem eru stöðugt að gera sitt besta út frá fræðum og þörfum nemenda. Það gefa niðurstöður Pisa líka til kynna. Vellíðan nemenda Nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri skólasamfélaginu sem er afar jákvætt. Það er ólíkt nemendum flestra annarra landa. Þá hafa þeir jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti sem er sannarlega gott mál. Í þessum atriðum standa okkar nemendur betur að vígi en jafnaldrar þeirra í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Árið 2022 áttu til dæmis 77% nemenda auðvelt með að eignast vini í skólanum á móti 70% árið 2018. Þá hefur fjöldi þeirra sem upplifa sig útundan í skólanum dregist saman úr 20% niður í 13% sem er afar jákvætt. 80% upplifa sig tilheyra í skólanum á móti 75% árið 2018 sem er sannarlega í rétta átt og góðar tölur. Þó þetta séu ekki mörg prósent þá eru margir einstaklingar á bak við hlutföllin, einstaklingar sem líður betur nú en áður. Á sama tíma líður þó 19% illa og finna sig ekki í skólanum en sú tala var 22% árið 2018 svo það er skref í átt. Einmanaleiki hefur dregist saman og telja 14% sig nú einmana á móti 17% árið 2018. Að síðustu má nefna þá sem upplifa að öðrum nemendum líki við sig en þá góðu tilfinningu upplifa 83% nemenda á móti 80% árið 2018. Í heildina má því segja að á meðan líðan nemenda grunnskóla á Íslandi hefur batnað hefur frammistaða þeirra í þeim námsgreinum sem Pisa mælir dalað. Hvað veldur getur verið svo ótal margt. Okkur langar að nefna læsið enda það okkur hugleikið og verið viðfangsefnið alla okkar kennslutíð. Höfum í huga að 61% ungmenna sýna lesskilningshæfni á þrepi 2 eða ofar á PISA, sem er í raun þrep 4 því þrepi 1 er margskipt upp. Gæðalæsi Á þeim um og yfir 20 árum sem við höfum starfað við kennslu hafa okkar bestu stundir verið við lestur góðra bóka í stórum hópi ungmenna eða við hlustun og samtal um lesinn texta nemenda fyrir kennara. Þessi tími þegar lesendur eru að stíga sín fyrstu skref í lestri, velja sér lestrarbók og fara á bókasafnið með áhugahvötina að leiðarljósi því nýr heimur er að opnast fyrir þeim er afar dýrmætur. Þegar eldri og reyndari lesendur uppgötva orðasambönd eða sýna dýpri skilning á lesefninu þegar farið er yfir námsefnið saman er það einnig. Yndislestur hvar kennari les upphátt fyrir árgang eða bekk vill oft víkja með hækkandi aldri nemenda, enda langur listi af hæfniviðmiðum í hverri námsgrein sem þarf að meta. En með samþættingu námsgreina, eins og að læra um heimstyrjaldir og lesa Strákinn í röndóttu náttfötunum samtímis, nýtist tíminn betur og hægt að "spæsa" honum í slíkan yndislestur. Þannig verður til stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér merkingu orða og læra ný orð, ræða saman og rýna á gagnrýninn hátt. Það verða til ómetanlegar og ófyrirséðar umræður í samlestrinum og best er ef áhugi á bókmenntum vaknar eða eykst með þessum hætti. Þetta eru sannar gæðastundir sem mætti snarauka í skólasamfélaginu. Danskan út fyrir meira læsi En listinn sem unnið er eftir í kennslunni er langur og haka þarf við mörg atriði. Atriði sem voru ákvörðuð í aðalnámskrá árið 2011 og er enn gjarnan kölluð "nýja aðalnámskráin". Á listanum eru þó nokkur atriði sem að okkar mati er óþarft að leggja áherslu á í nútímasamfélagi því nemendur eru fyllilega færir um að finna þær upplýsingar sem þeir þarfnast hverju sinni. Þá er ein leið að fækka þeim erlendu tungumálum sem nemendur eru skyldaðir til að læra og gera dönskuna að valfagi í grunnskólum, enda fáar þjóðir sem hafa tvö erlend tungumál sem hluta af skyldunámi. Atriðalistann þarf að stytta og leggja aukna áherslu á þá færni sem nauðsynleg er í nútímanum líkt og gagnrýna hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði, stafræna borgaravitund, náttúrulæsi, tæknifærni og ekki síst læsi. Með því að endurskoða aðalnámskrána og fækka áhersluþáttum verður til meiri tími til að þjálfa lykilhæfni og læsi. Heimili og fyrirmyndir Þáttur heimila og foreldra er einnig mikilvægur, stuðningur þeirra við nám barna þeirra skiptir miklu máli, svo miklu að nú er bilið milli barnanna að breikka og þau sem eru með slakari félagslegan bakgrunn koma verr út. Slíkt eykur ójöfnuð í samfélaginu, er félagslega óréttlátt gagnvart þessum einstaklingum og mikilvægt að skoða hvernig hægt er að styðja við þær fjölskyldur sem þarna um ræðir. Samfélagið allt þarf auðvitað að hlúa að læsi, foreldrar eru sterkar fyrirmyndir sem með eigin hegðun og athöfnum hvetja eða letja til lesturs. Stofnanir sem og fyrirtæki geta komið að verkefninu og mikilvægt er að þýða og skrifa fleiri áhugaverðar bækur. Öll getum við og eigum að koma að auknu læsi þjóðar. Hvað er til ráða? Uppfærum aðalnámskrána (þó miklu fyrr hefði verið!), notum fjölbreyttar kennsluaðferðir í lestri og læsi, aukum við góðar bókmenntir og gott námsefni með því að styðja við rithöfunda og námsefnisgerð, aukum gæðastundir í kennslustofunni og læsi og lesskilning um leið. Þá fyrst förum við að sjá árangur byggðan á góðri líðan nemendanna okkar. Höfundar eru kennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um Pisa og þar ýmislegt athyglis- og umhugsunarvert komið fram, enda er Pisa yfirgripsmikill samanburður milli Evrópuþjóða. Hér áður var þýðing á Pisa gagnrýnd, talið að samræmi milli frumtexta og þýðingar hefði brugðist (2015). Sem sannarlega myndi skekkja og/eða útskýra að einhverju leyti niðurstöðurnar ef rétt væri. Það hefur ekki verið rannsakað svo við vitum til. Vissulega er mikilvægt að rýna í niðurstöðurnar og meta stöðuna en best að gera það af skynsemi og með réttar upplýsingar að leiðarljósi. Það er nefnilega margt jákvætt hægt að lesa úr téðri könnun hvað varðar líðan barnanna okkar. Um leið er mikilvægt er að hafa í huga að það er ekkert barn ólæst þó vissulega séu um 4% nemenda að glíma við mikla lestrarörðugleika og slakan lesskilning, sem við gefum okkur að unnið hafi verið með á fjölbreyttan hátt af bæði kennurum og foreldrum þessara nemenda. Skólakerfið okkar er nefnilega fullt af sérfræðingum sem eru stöðugt að gera sitt besta út frá fræðum og þörfum nemenda. Það gefa niðurstöður Pisa líka til kynna. Vellíðan nemenda Nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri skólasamfélaginu sem er afar jákvætt. Það er ólíkt nemendum flestra annarra landa. Þá hafa þeir jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti sem er sannarlega gott mál. Í þessum atriðum standa okkar nemendur betur að vígi en jafnaldrar þeirra í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Árið 2022 áttu til dæmis 77% nemenda auðvelt með að eignast vini í skólanum á móti 70% árið 2018. Þá hefur fjöldi þeirra sem upplifa sig útundan í skólanum dregist saman úr 20% niður í 13% sem er afar jákvætt. 80% upplifa sig tilheyra í skólanum á móti 75% árið 2018 sem er sannarlega í rétta átt og góðar tölur. Þó þetta séu ekki mörg prósent þá eru margir einstaklingar á bak við hlutföllin, einstaklingar sem líður betur nú en áður. Á sama tíma líður þó 19% illa og finna sig ekki í skólanum en sú tala var 22% árið 2018 svo það er skref í átt. Einmanaleiki hefur dregist saman og telja 14% sig nú einmana á móti 17% árið 2018. Að síðustu má nefna þá sem upplifa að öðrum nemendum líki við sig en þá góðu tilfinningu upplifa 83% nemenda á móti 80% árið 2018. Í heildina má því segja að á meðan líðan nemenda grunnskóla á Íslandi hefur batnað hefur frammistaða þeirra í þeim námsgreinum sem Pisa mælir dalað. Hvað veldur getur verið svo ótal margt. Okkur langar að nefna læsið enda það okkur hugleikið og verið viðfangsefnið alla okkar kennslutíð. Höfum í huga að 61% ungmenna sýna lesskilningshæfni á þrepi 2 eða ofar á PISA, sem er í raun þrep 4 því þrepi 1 er margskipt upp. Gæðalæsi Á þeim um og yfir 20 árum sem við höfum starfað við kennslu hafa okkar bestu stundir verið við lestur góðra bóka í stórum hópi ungmenna eða við hlustun og samtal um lesinn texta nemenda fyrir kennara. Þessi tími þegar lesendur eru að stíga sín fyrstu skref í lestri, velja sér lestrarbók og fara á bókasafnið með áhugahvötina að leiðarljósi því nýr heimur er að opnast fyrir þeim er afar dýrmætur. Þegar eldri og reyndari lesendur uppgötva orðasambönd eða sýna dýpri skilning á lesefninu þegar farið er yfir námsefnið saman er það einnig. Yndislestur hvar kennari les upphátt fyrir árgang eða bekk vill oft víkja með hækkandi aldri nemenda, enda langur listi af hæfniviðmiðum í hverri námsgrein sem þarf að meta. En með samþættingu námsgreina, eins og að læra um heimstyrjaldir og lesa Strákinn í röndóttu náttfötunum samtímis, nýtist tíminn betur og hægt að "spæsa" honum í slíkan yndislestur. Þannig verður til stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér merkingu orða og læra ný orð, ræða saman og rýna á gagnrýninn hátt. Það verða til ómetanlegar og ófyrirséðar umræður í samlestrinum og best er ef áhugi á bókmenntum vaknar eða eykst með þessum hætti. Þetta eru sannar gæðastundir sem mætti snarauka í skólasamfélaginu. Danskan út fyrir meira læsi En listinn sem unnið er eftir í kennslunni er langur og haka þarf við mörg atriði. Atriði sem voru ákvörðuð í aðalnámskrá árið 2011 og er enn gjarnan kölluð "nýja aðalnámskráin". Á listanum eru þó nokkur atriði sem að okkar mati er óþarft að leggja áherslu á í nútímasamfélagi því nemendur eru fyllilega færir um að finna þær upplýsingar sem þeir þarfnast hverju sinni. Þá er ein leið að fækka þeim erlendu tungumálum sem nemendur eru skyldaðir til að læra og gera dönskuna að valfagi í grunnskólum, enda fáar þjóðir sem hafa tvö erlend tungumál sem hluta af skyldunámi. Atriðalistann þarf að stytta og leggja aukna áherslu á þá færni sem nauðsynleg er í nútímanum líkt og gagnrýna hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði, stafræna borgaravitund, náttúrulæsi, tæknifærni og ekki síst læsi. Með því að endurskoða aðalnámskrána og fækka áhersluþáttum verður til meiri tími til að þjálfa lykilhæfni og læsi. Heimili og fyrirmyndir Þáttur heimila og foreldra er einnig mikilvægur, stuðningur þeirra við nám barna þeirra skiptir miklu máli, svo miklu að nú er bilið milli barnanna að breikka og þau sem eru með slakari félagslegan bakgrunn koma verr út. Slíkt eykur ójöfnuð í samfélaginu, er félagslega óréttlátt gagnvart þessum einstaklingum og mikilvægt að skoða hvernig hægt er að styðja við þær fjölskyldur sem þarna um ræðir. Samfélagið allt þarf auðvitað að hlúa að læsi, foreldrar eru sterkar fyrirmyndir sem með eigin hegðun og athöfnum hvetja eða letja til lesturs. Stofnanir sem og fyrirtæki geta komið að verkefninu og mikilvægt er að þýða og skrifa fleiri áhugaverðar bækur. Öll getum við og eigum að koma að auknu læsi þjóðar. Hvað er til ráða? Uppfærum aðalnámskrána (þó miklu fyrr hefði verið!), notum fjölbreyttar kennsluaðferðir í lestri og læsi, aukum við góðar bókmenntir og gott námsefni með því að styðja við rithöfunda og námsefnisgerð, aukum gæðastundir í kennslustofunni og læsi og lesskilning um leið. Þá fyrst förum við að sjá árangur byggðan á góðri líðan nemendanna okkar. Höfundar eru kennarar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar