Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Samfylkingin Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun