Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 18:03 Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan bygginguna í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í kjölfar sprengingarinnar í dag. AP Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26