Garðbæingur á ímyndunarbömmer í Nígeríu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar