Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 13:27 Ein af fjölmörgum loftárásum sem Ísraelar hafa gert í Líbanon í dag. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12
Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03