Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 13:27 Ein af fjölmörgum loftárásum sem Ísraelar hafa gert í Líbanon í dag. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12
Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03