Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar 1. október 2024 09:02 Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Box Alþingi Adolf Ingi Erlingsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun