Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar 18. desember 2024 09:04 Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Sjá meira
Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun