24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 24. janúar 2025 07:02 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun