Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun