Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar 6. apríl 2025 06:31 Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar