Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar 6. apríl 2025 06:31 Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun