Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar 25. apríl 2025 18:01 Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun