Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ekkert fær Ras­h­ford stöðvað

Marcus Rashford skoraði tvívegis þegar Manchester United vann Leicester City 3-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Þá jafnaði David De Gea, markvörður heimaliðsins, met Peter Schmeichel yfir þá markverði félagsins sem oftast hafa haldið hreinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Al­freð bjargaði stigi gegn topp­liðinu

Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Atla og Orra Steins fer sömu leið og Conte

Antonio Conte, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, er einkar strangur þegar kemur að mataræði leikmanna sinna. Thomas Nørgaard, nýráðinn þjálfari Sønderjyske í dönsku B-deildinni, hefur ákveðið að fara að fordæmi Conte. Þeir Atli Barkarson og Orri Steinn Óskarsson leika með Sønderjyske.

Fótbolti
Fréttamynd

Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United?

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani.

Enski boltinn
Fréttamynd

Karius snýr aftur í úr­slitum deildar­bikarsins

Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Farið að líta út eins og það Liver­pool sem við erum vanir“

„Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ekki boð­legt“

„Að fara á Emirates og spila eins og við gerðum þar. Koma svo hingað, það er ekki boðlegt,“ sagði varnarmaðurinn Kyle Walker eftir 1-1 jafntefli Manchester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real vaknaði undir lokin

Real Madríd vann Osasuna 2-0 á útivelli í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Mörkin komu seint í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter styrkti stöðu sína í öðru sæti

Inter vann 3-1 sigur á Udinese í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Inter þremur stigum upp fyrir nágranna sína í AC Milan í töflunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoltur af sínum mönnum eftir dramatískan sigur

„Við sýndum mikinn karakter og þrautseigju með því að koma tvívegis til baka og enda á að vinna leikinn,“ sagði Mikel Arteta um dramatískan 4-2 sigur sinna manna í Arsenal á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Enski boltinn