Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi. Fótbolti 10. nóvember 2023 23:05
Karólína Lea lagði upp í jafntefli Bayer Leverkusen gerði 2-2 jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Leverkusen. Fótbolti 10. nóvember 2023 19:46
Önnur breyting á landsliðshóp Íslands: Mikael inn fyrir Mikael Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia í Serie B á Ítalíu, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal þar sem Mikael Neville Anderson hefur þurft að draga sig úr hópnum. Fótbolti 10. nóvember 2023 19:00
Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Fótbolti 10. nóvember 2023 17:46
Maddison ekki með Tottenham fyrr en á nýju ári Meiðsli James Maddison frá því á mánudagskvöldið eru það alvarleg að hann missir ekki aðeins af landsleikjum Englendinga heldur verður hann ekkert með Tottenham fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Enski boltinn 10. nóvember 2023 16:01
Gylfi dregur sig út úr landsliðshópnum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli í dag þegar það kom í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki tekið þátt í verkefni liðsins í þessum mánuði. Fótbolti 10. nóvember 2023 15:49
Hákon tilnefndur sem markvörður ársins Hákon Rafn Valdimarsson er tilnefndur sem besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann leikur með Elfsborg sem getur orðið sænskur meistari um helgina. Fótbolti 10. nóvember 2023 14:30
Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 10. nóvember 2023 13:30
Cloé Eyja með flottasta markið og það á móti Man. United Kanadísk-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse skoraði fallegasta markið í ensku úrvalsdeildinni í októbermánuði en Barclays kvennadeildin valdi mark framherjans það flottasta. Enski boltinn 10. nóvember 2023 13:01
Fann skilaboð frá eiginmanni sínum sem lést fyrir fjórum árum Ekkja Josés Antonio Reyes hefur fundið skilaboð frá honum. Fjögur ár eru síðan spænski fótboltamaðurinn lést. Fótbolti 10. nóvember 2023 12:01
Slökktu öll ljós á vellinum eftir að erkifjendurnir tryggðu sér titilinn Það er draumur margra félaga að tryggja sér meistaratitil á heimavelli erkifjendanna. Dæmi í Perú sýnir þó að ef slíkt gerist þá er von á öllu. Fótbolti 10. nóvember 2023 11:30
Hægt að hjálpa Jasoni Daða að verða leikmaður vikunnar Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö fyrstu mörk Breiðabliks í sögu riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum í gær. Mörkin dugðu Blikum ekki til sigurs en gæti tryggt honum útnefninguna leikmaður vikunnar. Fótbolti 10. nóvember 2023 11:01
„United hefur ekki efni á að reka Ten Hag“ Manchester United ætti ekki að reka knattspyrnustjórann Erik ten Hag þrátt fyrir erfitt gengi á tímabilinu. Þetta segir Paul Scholes, einn sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. Enski boltinn 10. nóvember 2023 09:30
Þurfti mikinn umhugsunarfrest en nú á þjálfunin huginn allan „Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki. Íslenski boltinn 10. nóvember 2023 09:02
Firmino þurfti oft að stilla til friðar milli Salah og Mané Roberto Firmino segist stundum hafa þurft að stilla til friðar milli Mohameds Salah og Sadios Mané. Enski boltinn 10. nóvember 2023 08:31
Klopp eins og þrumuský á blaðamannafundi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse. Fótbolti 10. nóvember 2023 07:31
Liðsfélagi Jóhanns Bergs frá keppni vegna andlegra veikinda Framherjinn Lyle Foster, liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssona hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki leika með liðinu næstu vikurnar vegna andlegra veikinda. Enski boltinn 10. nóvember 2023 07:00
Sigurvegarar FA-bikarsins fá rúmlega fjórfalt hærra verðlaunafé en áður Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur ákveðið að auka verðlaunafé fyrir þátttöku í FA-bikar kvenna umtalsvert fyrir yfirstandandi tímabil. Fótbolti 9. nóvember 2023 23:31
West Ham og Aston Villa með annan fótinn í útsláttarkeppni eftir sigra kvöldsins Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Aston Villa eru komin með annan fótinn í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar eftir sigra sína í kvöld. Fótbolti 9. nóvember 2023 22:09
Jason Daði: Pirrandi að fá ódýr mörk á sig Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk fyrir Blika í tapi þeirra fyrir Gent, 2-3, fyrr í kvöld. Jason þurfti að viðurkenna að gestirnir hafi verið á betri stað en þeir. Fótbolti 9. nóvember 2023 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Gent 2-3 | Breiðablik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna. Fótbolti 9. nóvember 2023 21:53
Kristian og félagar töpuðu gegn Brighton og Rómverjar lágu í Prag Kristian Hlynsson og félagar hans í Ajax máttu þola 2-0 tap á heimavelli er liðið tóka á móti Brighton í B-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Slavia Prague góðan 2-0 sigur gegn Roma. Fótbolti 9. nóvember 2023 19:57
Liverpool náði ekki að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni Liverpool mátti þola 3-2 tap er liðið heimsótti Toulouse til Frakklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefðu rauðklæddir tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Fótbolti 9. nóvember 2023 19:43
Segir aðeins tímaspursmál hvenær kona tekur við karlaliði Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir aðeins tímaspursmál hvenær kona tekur við atvinnumannaliði í karlaboltanum. Fótbolti 9. nóvember 2023 16:45
Föður Díaz sleppt úr haldi mannræningja Föður Luis Díaz, Kólumbíumannsins hjá Liverpool, hefur verið sleppt úr haldi mannræningja. Enski boltinn 9. nóvember 2023 16:18
Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fótbolti 9. nóvember 2023 15:00
Haukur Páll nýr aðstoðarþjálfari Vals Haukur Páll Sigurðsson er nýr aðstoðarþjálfari Vals í meistaraflokki karla. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning. Fótbolti 9. nóvember 2023 14:56
Bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford handtekinn í Miami Dane Rashford, umboðsmaður og bróðir enska knattspyrnumannsins Marcus Rashford var handtekinn í Miami og ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talið er að hann hafi slegið til barnsmóður sinnar Andreu Pocrnja þegar hann sá SMS skilaboð hennar til annars manns eftir langt kvöld á skemmtistað í borginni. Enski boltinn 9. nóvember 2023 14:31
Leikmaður FCK kallaði Fernandes grenjuskjóðu Mohamed Elyounoussi, leikmaður FC Kaupmannahafnar, gagnrýndi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær og sagði að Portúgalinn væri sívælandi. Fótbolti 9. nóvember 2023 14:00
Abramovich bauðst til að frelsa föður John Obi Mikel John Obi Mikel, fyrrum landsliðsmaður Nígeríu og leikmaður Chelsea, hefur lagt Luis Díaz, leikmanni Liverpool, góð ráð eftir að föður þess síðarnefnda var rænt. Obi Mikel hefur tvívegis gengið í gegnum sambærilegt mál. Enski boltinn 9. nóvember 2023 13:31