Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fyrir fólkið, fyrst og fremst

Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks.

Skoðun
Fréttamynd

Frítt fyrir fimm ára í leikskóla

Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­upp­bygging til fram­tíðar í Garða­bæ

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðabyggð til framtíðar

Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja fjör­egg

Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri.

Skoðun
Fréttamynd

Hefjum kröftuga upp­­byggingu í Fjarða­byggð

Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarninn tók út frétt vegna yfir­gengi­legs ras­isma

Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar í Helguvík til framtíðar

Í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­nes­bæjar til árs­ins 2035 er kynnt stefnu­breyt­ing varð­andi upp­bygg­ingu í Helgu­vík. Dregið er tölu­vert úr umfangi iðn­að­ar­svæðis frá því sem áður var sem m.a. felur í sér minni áhættu á meng­un.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðarhöll eða þjóðarskömm?

Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skattfé og skotvellir

Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja Árborg, við elskum þig!

M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu fyrsta starfið?

Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Börn leituðu eggja víða um borg

Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni.

Lífið
Fréttamynd

Tímaþjófurinn í borginni!

Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Er fatlað fólk vel­komið í Garða­bæ?

Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjumst að­gerða vegna Suður­fjarðar­vegar

Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin

Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 

Innherji
Fréttamynd

Fram­sókn sé boð­beri breytinga og til í að flug­völlurinn fari

„Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst.

Innlent
Fréttamynd

Þetta reddast

Þetta orðatiltæki okkar Íslendinga er eitthvað sem útlendingar eiga mjög erfitt með að skilja og hvað þá umbera. Sérstaklega þegar við notum það til að réttlæta það að vanrækja undirbúning og velta þannig ábyrgðinni á aðra eða treysta á meðvirkni.

Skoðun