
Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Milljónir barna í hættu vegna skorts á bólusetningum
Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri. Kallað er eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg.

Bræðslan blásin af
Aðstandendur Bræðslunnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni þetta sumarið en hún hefur farið fram árlega síðustu helgina í júlí.

Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám
Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi.

Piñera segir heilbrigðiskerfið í Chile vera að þrotum komið
Um sjötíu þúsund smit hafa verið staðfest í landinu og rúmlega sjö hundruð hafa látið lífið.

Forstjóri Volvo spáir hruni í eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum
Forstjóri Volvo Håkan Samuelsson, hefur spáð því að viðskiptavinir muni ekki flæða inn í sýningarsali til að kaupa bensín eða dísil bíla eftir að aðgerðum vegna kórónaveirunnar verður aflétt.

Svona var stemningin þegar World Class opnaði aftur á miðnætti
Forsvarsmenn World Class blésu til miðnæturopnunar í tilefni þess að líkamsræktarstöðvar geta opnað að nýju, í kjölfar tilslakana á samkomubanni. Stöðvarnar hafa verið lokaðar síðan í mars.

Búa sig undir nýja tveggja metra reglu
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti.

Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun
Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um.

Fyrirliði Sevilla biðst afsökunar á að hafa boðið stjörnum liðsins í sundlaugapartý í samkomubanni
Fyrirliði Sevilla bauð liðsfélögum sínum og kærustum þeirra í sundlaugapartý í miðju samkomubanni.

Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Tveir úr Hull með veiruna
Af þeim 1014 sýnum sem tekin voru hjá enskum B-deildarliðum reyndust tvö þeirra jákvæð og komu þau bæði úr röðum Hull City.

Berglind Björg: Hræðilegt að vera á Ítalíu undanfarnar vikur
Íslenska knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir kláraði tveggja vikna sóttkví hér á landi í dag eftir að hafa verið innilokuð á Ítalíu þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði þar í landi.

Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní
Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag.

Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar?

Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga
Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið.

Tveir úr sama félaginu í ensku Championship-deildinni með veiruna
Fjölmiðlar á Englandi greina frá því nú í morgun að tveir úr sama félaginu í ensku B-deildinni hafi greinst með kórónuveiruna eftir að leikmenn, þjálfarar og starfsfólk allra liðanna 24 gengust undir skoðun um helgina.

Ekkert smit greinst milli daga
Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi.

Rekja 41 andlát af völdum kórónuveirunnar til leiks Liverpool og Atletico
Í skýrslu frá NHS, heilbrigðisstofnun Bretlands, kemur fram að leikur Liverpool og Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hafi leitt til á fjórða tug dauðsfalla vegna kórónuveirunnar.

Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum
Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi.

Bournemouth staðfestir smit í leikmannahópnum
Bournemouth hefur staðfest að einn leikmaður liðsins sé með kórónuveiruna en enska úrvalsdeildin greindi frá því í gær að tveir aðilar tengdir ensku úrvalsdeildinni hafi greinst með veiruna.

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni
Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“
Utanríkisráðherra Kína segir ákveðin pólitísk öfl í Bandaríkjunum halda samskiptum ríkjanna í gíslíngu. Hann segir þó ekki um hvaða öfl er að ræða.

„Þau voru ekki bara nöfn á lista“
New York Times birtir í dag lista yfir þúsund einstaklinga sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum á forsíðu blaðsins. Heildarfjöldi látinna í landinu nálgast hundrað þúsund.

Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni
Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna.

Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið.

Tveir til viðbótar úr ensku úrvalsdeildinni með veiruna
Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr seinni skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.

Yfir fjörutíu smituðust af Covid-19 í messu
Yfir fjörtuíu manns greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 eftir að hafa mætt í messu í Frankfurt

Dauðsföll í New York færri en hundrað síðasta sólarhring
Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 voru 84 í New York-ríki síðastliðinn sólarhring.

„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“
Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð.