Innlent

„Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram”

Margar sunnlenskar konur nýtt sér ókeypis rútuferð í boð verkalýðsfélaga til að mæta á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. „Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” segir ein af konunum, sem nýtti sér rútuferðina .

Innlent

Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði

Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Innlent

Kvennafrídagurinn í myndum

Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi.

Innlent

Ók á 150 kíló­metra hraða og marga hringi í hring­torgum

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón.

Innlent

Göngu­fólk villtist á Ingólfs­fjalli

Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram.

Innlent

Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans.

Innlent

Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð

Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða.

Innlent

Of margar konur sem fá ekki stuðning

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn.

Innlent

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Innlent

Fjár­munum sóað og á­ætlaður sparnaður vegna Micros­oft-samnings ekki skilað sér

Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér.

Innlent

Stal söfnunar­bauk og reynist eftir­lýstur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað á söfnunarbauk úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn fannst skömmu síðar og reyndist eftirlýstur. 

Innlent

Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi

Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. 

Innlent