Sport

Fót­bolta­mamma Ís­lands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“

Í kjöl­far góðs árangurs á ný­af­stöðnu tíma­bili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einars­synir munu mætast í Bestu deildinni í fót­bolta á næsta tíma­bili. Staða sem setur fjöl­skyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonar­dóttir móðir þeirra.

Íslenski boltinn

Erin frá Stjörnunni til Kanada

Markvörðurinn Erin McLeod hefur samið við Halifax Tides FC í Kanada, heimalandi sínu. Hún mun því ekki spila áfram hér á landi en undanfarin tvö ár hefur Erin spilað með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Fótbolti

Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfs­traust

Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur, var hetja liðsins þegar Grindavík lagði Keflavík í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Morris Skoraði 34 stig og seinustu tvö stigin frá henni tryggðu sigurinn fyrir heimakonur í leiknum sem endaði 68-67.

Körfubolti

„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti

Dinkins sökkti Aþenu

Brittany Dinkins var stigahæst þegar Njarðvík lagði nýliða Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Njarðvík 70-63.

Körfubolti

Sunn­lendingar sóttu sigur í Garða­bæinn

Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84.

Körfubolti

Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst

Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn.

Enski boltinn

Eiður Aron riftir við Vestra

Eiður Aron Sigurbjörnsson er samkvæmt heimildum Fótbolti.net með lausan samning eftir að hafa rift samningi sínum við Vestra eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lauk.

Íslenski boltinn

Sporting stað­festir á­huga United á Amorim

Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans.

Enski boltinn

„Elvar er einn mesti stríðs­maður sem við eigum“

Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.

Handbolti