Raforkunotkun fyrir Bitcoin á við Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:43 Viðskipti með bitcoin eru aðeins brot af öllum fjármálahreyfingum í heiminum. Engu að síður þarf margfalt meiri raforku fyrir rafmyntina. Vísir/EPA Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt. Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meira rafmagn fer í að knýja viðskipti með rafmyntina bitcoin en færslur allra fjármálastofnana heims samanlagt. Árleg raforkunotkun við bitcoin er á við Sviss og magnið af gróðurhúsalofttegundum sem losnar við hana er á við bandaríska borg. Gífurlegt rafmagn þarf til að knýja heilu gagnaverin þar sem öflugar tölvur leggja nótt við nýtan dag við að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Þeir sem eiga tölvurnar fá bitcoin fyrir að knýja viðskipti með rafmyntina. Nýtt veftól Cambridge-háskóla á Bretlandi leiðir í ljós að bitcoin-tölvurnar noti tæpar um sjö gígavött af rafmagni, um 0,21% af heildarraforkuframleiðslu heimsins. Það er sambærilegt við ársnotkun Svisslendinga á rafmagni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alex de Vries, sérfræðingur í orkuþörf bitcoin frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC, segir að bitcoin-gröfturinn valdi losun á um 22 milljón tonnum af koltvísýringi á ári. Það sé sambærilegt við losun íbúa Kansas-borgar í Bandaríkjunum þar sem um hálf milljóna manna býr. Að sögn de Vries er bitcoin orkufrekasti gjaldmiðill heims. Fjármálahreyfingar með bitcoin séu innan við hundrað milljónir á einu ári, borið saman við um 500 milljarða færslna í hefðbundna fjármálakerfi heimsins. Engu að síður noti bitcoin meira rafmagn en allir bankar heimsins samanlagt.
Rafmyntir Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent