Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum Þórir Guðmundsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar