Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 14:10 Fólk hefur þurft að bíða í löngum biðröðum á flugvöllum um alla Evrópu. Getty/Mr Cole Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna. Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna.
Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira