Framhaldsskólar – breytt áform Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Vinstri græn Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun