Ísland verður ekki með í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 14:03 Páll Óskar hélt tölu á mótmælunum. Vísir/Vilhelm Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision 2026 verður tekin í dag. Stjórnarfundur Ríkisútvarpsins hefst klukkan 15:00 en boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan útvarpshúsið klukkan 14:30. Vísir verður með fréttamann á staðnum og greinir frá öllu í beinni og í vakt. Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins hefur sagt ákvörðun um þátttöku Íslands verða tekna í dag. Frétt uppfærð 16:15: Stutt er eftir af fundinum. Við verðum í beinni eftir örskamma hér beint fyrir neðan. Fengið áskoranir víða að Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið áskoranir víða að um að falla frá þátttöku, meðal annars frá Björk og Páli Óskari. Tíu manns sitja í stjórn Ríkisútvarpsins, fulltrúar flokka í minni- og meirihluta á Alþingi. Stefán Jón Hafstein er stjórnarformaður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðun um þátttöku í keppninni eigi að vera í höndum menningarmálaráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Ráðherrann sagði hins vegar við fréttastofu í gær að ákvörðunin væri stjórnar, hann teldi sjálfur rétt að sniðganga Eurovision.
Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins hefur sagt ákvörðun um þátttöku Íslands verða tekna í dag. Frétt uppfærð 16:15: Stutt er eftir af fundinum. Við verðum í beinni eftir örskamma hér beint fyrir neðan. Fengið áskoranir víða að Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið áskoranir víða að um að falla frá þátttöku, meðal annars frá Björk og Páli Óskari. Tíu manns sitja í stjórn Ríkisútvarpsins, fulltrúar flokka í minni- og meirihluta á Alþingi. Stefán Jón Hafstein er stjórnarformaður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðun um þátttöku í keppninni eigi að vera í höndum menningarmálaráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Ráðherrann sagði hins vegar við fréttastofu í gær að ákvörðunin væri stjórnar, hann teldi sjálfur rétt að sniðganga Eurovision.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. 5. desember 2025 20:11 „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 10. desember 2025 09:36 Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9. desember 2025 12:48 Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. 5. desember 2025 20:11
„Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 10. desember 2025 09:36
Telur rétt að sniðganga Eurovision Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. 9. desember 2025 12:48