„Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 11. desember 2025 09:17 Ákvörðun RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er bæði brött og djörf þegar allt er saman tekið. Og að sjálfsögðu hárrétt. Manni finnst nánast kjánalegt að rifja sýknt og heilagt upp af hverju það sé algerlega óboðlegt að þjóð sem stundar fullsannað þjóðarmorð sé á sama tíma að taka þátt í söngvakeppnum og íþróttakeppnum eins og ekkert sé. Það er þá áhugavert að þeir þrír aðilar í útvarpsráði sem mótmæla ákvörðuninni tali um að "Eurovision er ekki vettvangur til að senda hvers konar pólitísk skilaboð á milli ríkja." Þessi ákvörðun, og eitrun keppninnar í heild, er einmitt vegna þess að Ísrael sjálft er búið að breyta henni í pólitískan leiksopp til þess að hvítþvo sig af þeim hörmungaraðgerðum sem það stendur linnulaust að. Ef þú ert að syngja og dansa og íþróttast, þá ertu gúddí gæi. Er það ekki? Þetta er pólitíkin sem er verið að stunda, hana viljum við út og þess vegna þarf Ísrael - sem er að nýta keppnina í annarlegum tilgangi og pólítískum - að fara úr keppninni. Einungis þannig er hægt að koma henni á réttan kjöl á nýjan leik. Þessi sorglega þróun, þetta niðurbrot á þessari annars stórskemmtilegu keppni, er á reikning Ísrael en þó fyrst og fremst á reikning yfirstjórnar Eurovision sem á að vera búin að víkja Ísrael úr keppninni fyrir löngu síðan. Til hvers er SÞ, Amnesty, Rauði krossinn o.s.frv. þegar algild ákvæði og mannúðarsjónarmið gilda fyrir einn en ekki annan? Engin ein þjóð/ríkisstjórn hefur farið oftar á svig við alþjóðalög er kemur að stríðsrekstri en Ísrael og í skjóli Bandaríkjanna getur það gert það sem því sýnist. Ég er að bíða eftir Domino-áhrifum og nú hefur Ísland lagt sín lóð á þær vogarskálar. Við erum að standa í lappirnar og standa með sjálfsögðum mannréttindum. Fólki er einfaldlega misboðið og megi sem flestar þjóðir feta í fótspor þeirra fimm sem sagt hafa sig úr keppni. Höfundur er tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Ríkisútvarpið Eurovision Eurovision 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ákvörðun RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er bæði brött og djörf þegar allt er saman tekið. Og að sjálfsögðu hárrétt. Manni finnst nánast kjánalegt að rifja sýknt og heilagt upp af hverju það sé algerlega óboðlegt að þjóð sem stundar fullsannað þjóðarmorð sé á sama tíma að taka þátt í söngvakeppnum og íþróttakeppnum eins og ekkert sé. Það er þá áhugavert að þeir þrír aðilar í útvarpsráði sem mótmæla ákvörðuninni tali um að "Eurovision er ekki vettvangur til að senda hvers konar pólitísk skilaboð á milli ríkja." Þessi ákvörðun, og eitrun keppninnar í heild, er einmitt vegna þess að Ísrael sjálft er búið að breyta henni í pólitískan leiksopp til þess að hvítþvo sig af þeim hörmungaraðgerðum sem það stendur linnulaust að. Ef þú ert að syngja og dansa og íþróttast, þá ertu gúddí gæi. Er það ekki? Þetta er pólitíkin sem er verið að stunda, hana viljum við út og þess vegna þarf Ísrael - sem er að nýta keppnina í annarlegum tilgangi og pólítískum - að fara úr keppninni. Einungis þannig er hægt að koma henni á réttan kjöl á nýjan leik. Þessi sorglega þróun, þetta niðurbrot á þessari annars stórskemmtilegu keppni, er á reikning Ísrael en þó fyrst og fremst á reikning yfirstjórnar Eurovision sem á að vera búin að víkja Ísrael úr keppninni fyrir löngu síðan. Til hvers er SÞ, Amnesty, Rauði krossinn o.s.frv. þegar algild ákvæði og mannúðarsjónarmið gilda fyrir einn en ekki annan? Engin ein þjóð/ríkisstjórn hefur farið oftar á svig við alþjóðalög er kemur að stríðsrekstri en Ísrael og í skjóli Bandaríkjanna getur það gert það sem því sýnist. Ég er að bíða eftir Domino-áhrifum og nú hefur Ísland lagt sín lóð á þær vogarskálar. Við erum að standa í lappirnar og standa með sjálfsögðum mannréttindum. Fólki er einfaldlega misboðið og megi sem flestar þjóðir feta í fótspor þeirra fimm sem sagt hafa sig úr keppni. Höfundur er tónlistarfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun