Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

80 milljónir í Þingvallafund Alþingis

Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra er ekki við

Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills

"Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði með synjun Alþingis

Sýrlenskt flóttafólk á Akureyri er vonsvikið eftir að hafa ekki fengið ríkisborgararétt í vor og furðar sig á ógegnsæi ferlisins. Alþingismaður segir ástæður fyrir því að ferlið er jafn ógegnsætt og raun ber vitni.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum

Forsætisráðherra vék að sundrandi stjórnmálaumræðu í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni í gær. Dýpri umræða eigi undir högg að sækja. Pólitískt umhverfi einkennist af því að samvinna og málamiðlanir séu orðinn löstur en ekki kostur. Stjórnmálafræðingur tekur að nokkru leyti undir og segir tilefni til að hafa áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum

Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu.

Innlent