Handbolti

Fréttamynd

Óvænt tap hjá Kiel

Kiel vinnur ekki þrefalt í ár, eins og í fyrra. Það varð ljóst eftir að liðið tapaði fyrir Hamburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, 39-33.

Handbolti
Fréttamynd

Við ætlum til Serbíu

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir landsliðið alltaf stefna á stórmót. Fram undan eru leikir um laust sæti á HM í Serbíu. Þjálfarinn kallar eftir stuðningi áhorfenda svo liðið nái sínu allra besta fram.

Handbolti
Fréttamynd

Sjálfstraustið á að vera í lagi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í umspili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi. Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi.

Handbolti
Fréttamynd

Þarf á þessu að halda

Guðmundur Árni Ólafsson skrifaði í gær undir eins árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Mors-Thy. Hann kemur til félagsins frá stórliðinu Bjerringbro-Silkeborg.

Handbolti
Fréttamynd

Grænlendingar vilja halda alþjóðlegt handboltamót

Grænlendingar eru ekki þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en Grænlendingum hefur þó tekist að komast á stórmót. Það er enn metnaður fyrir handbolta í landinu og Grænlendingar vilja nú halda forkeppni Pan American-leikanna. Þrjú efstu liðin á þeim leikum komast á næsta HM.

Handbolti
Fréttamynd

Kannski gott að fá þennan skell á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open-æfingamótinu í Gautaborg um helgina en liðið var nálægt því að vinna Serbíu í lokaleiknum sem tapaðist aðeins með einu marki, 21-22.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg rúllaði yfir Gummersbach

Magdeburg vann frábæran sigur á Gummersbach, 41-31, en sigur liðsins var aldrei í hættu. Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Magdeburg og kom mikið við sögu. Magdeburg hafði aðeins eins marks forskot í hálfleik, 16-15, en gengu gjörsamlega frá gestunum í þeim síðari og unnu að lokum tíu marka sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar heppnar með riðil

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Frakklandi, Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM 2014 en dregið var í Veszprem í Ungverjalandi í dag. Íslensku stelpurnar höfðu heppnina með sér því liðið lenti í riðli með slökustu liðunum í þriðja og fjórða styrkleikaflokki.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open mótinu í Gautaborg en íslensku stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu í lokaleik sínum í dag, 21-22. Þetta voru síðustu æfingaleikir íslenska liðsins fyrir umspilsleikina á móti Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu stórt á móti Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þrettán marka mun á móti Noregi, 20-33, í Nettbuss-æfingamótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir umspilsleiki á móti Tékklandi en fyrri leikurinn fer fram á Íslandi um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Þórey og Rut fengu silfur

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu í kvöld að sætta sig við silfrið í danska handboltanum. Lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði þá fyrir Midtjylland, 24-22.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir meistari í Póllandi

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce urðu í kvöld Póllandsmeistarar í handbolta og vörðu titil sinn frá því í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Nincevic segir refsinguna hlægilega

"Bannið er hlægilegt! Það ætti að breyta þessari reglu,“ sagði Króatinn Ivan Nincevic, leikmaður Füchse Berlin, sem slasaðist illa þegar hann var skallaður í leik gegn Hamburg á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Hrikalegar myndir af Nincevic

Þýska blaðið Bild birtir í dag myndir á vefsíðu sinni af Króatanum Ivan Nincevic sem slasaðist illa eftir að hafa verið skallaður í handboltaleik.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir og félagar komnir í 2-0

Kielce, lið Þóris Ólafssonar, er aðeins einum sigri frá pólska meistaratitlinum í handbolta en liðið er komið í 2-0 í úrslitarimmunni gegn Wisla Plock.

Handbolti
Fréttamynd

Ljónin hans Gumma nældu í gullið

Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar vann á sunnudaginn EHF-bikarinn eftir 26-24 sigur á Nantes í Frakklandi. Titillinn er sá fyrsti sem félagið vinnur í ellefu ára sögu þess. Stefán Rafn Sigurmannsson fékk gullverðlaun í afmælisgjöf.

Handbolti
Fréttamynd

Evrópumeistaratitill í afmælisgjöf

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen urðu í dag Evrópumeistarar í handknattleik eftir 26-24 sigur á Nantes í úrslitaleik EHF-bikarsins í Frakklandi.

Handbolti