Lán úr óláni Ísleifur Arnórsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun