Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar 4. mars 2025 22:31 „Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
„Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar