Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. Innlent 17. júní 2023 12:01
Syrgja Gaflaraleikhúsið: „Ævistarfinu fargað“ Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, Björk Jakobsdóttir, segir daginn hafa verið afar erfiðan en í dag var leikhúsið tæmt. Innlent 16. júní 2023 21:01
„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Viðskipti innlent 16. júní 2023 20:08
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. Innlent 16. júní 2023 19:20
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Skoðun 16. júní 2023 15:00
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. Innlent 16. júní 2023 14:05
Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Innlent 16. júní 2023 13:02
Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Innlent 16. júní 2023 13:00
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. Innlent 16. júní 2023 12:06
Markmið stjórnvalda og virkjana-framkvæmdir fylgjast ekki að Eini virkjanakosturinn sem Landsvirkjun var komin með á framkvæmdastig er í algerri óvissu eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í gær. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir stjórnvöld hafa brugðist í orkumálum. Allt of margar hindranir væru í kerfinu. Innlent 16. júní 2023 11:44
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Viðskipti innlent 16. júní 2023 10:51
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. Innlent 16. júní 2023 07:00
Sjáðu hversu margir eru í sundi á hverjum tíma Nýr vefur Reykjavíkurborgar sem ber nafnið Gagnahlaðborðið gerir notendum kleift að vita hversu margir sundlaugargestir eru í sundlaugum Reykjavíkur hverju sinni. Innlent 15. júní 2023 19:34
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. Viðskipti innlent 15. júní 2023 13:00
Bjarni tilkynnir væntanleg ráðherraskipti á sunnudag Fastlega er búist við að Jón Gunnarsson láti af embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður flokksins á Suðurlandi komi inn í ríkisstjórn í hans stað. Innlent 15. júní 2023 12:07
Hvert er verðbólgan að fara? Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum. Skoðun 15. júní 2023 11:01
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Innlent 15. júní 2023 09:19
Frelsið kemur að utan Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Skoðun 15. júní 2023 08:32
Þingflokkurinn fundar um ráðherraskiptin á sunnudag Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag. Innlent 15. júní 2023 06:36
Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Innlent 14. júní 2023 23:01
Stjórnunarvandi valdi slæmri framkomu vagnstjóra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342. Innlent 14. júní 2023 21:28
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Neytendur 14. júní 2023 15:51
Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Innlent 14. júní 2023 15:21
Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Innlent 14. júní 2023 13:59
Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Skoðun 14. júní 2023 07:31
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Innlent 13. júní 2023 21:00
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Innlent 13. júní 2023 20:05
Forsætisráðuneytið kaupir siðfræðilega ráðgjöf Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Innlent 13. júní 2023 17:58
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13. júní 2023 15:33
Samningur í höfn um uppsteypu bílakjallara nýs Landspítala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verk undirrituðu í dag samning Nýs Landspítala ohf. um uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi við hliðina á meðferðarkjarnanum. Innlent 13. júní 2023 14:26