Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Alvotech fær ekki að byggja leik­skóla

Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bóka­safnið: hjartað í hverjum skóla

Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar sam­þykkja kjara­samning

92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög.  Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028.

Innlent
Fréttamynd

Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjara­samningum annarra stétta

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrar stað­setningar til skoðunar fyrir skóla Hjalla­stefnunnar

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. 

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin

Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra ætlar að banna síma í skólum

Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Óttast launaskrið og aukna verð­bólgu

Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Innlent
Fréttamynd

„Höfum veru­legar á­hyggjur af þeirri hlið málsins“

Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Smíðar eru nauð­syn

Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum ein­hvers staðar að draga saman á móti“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki á­hyggjur af því að launa­hækkanir valdi ó­róa

Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Karl sem næsta rektor Há­skóla Ís­lands

Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífs­björg

Eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun síðustu misseri um börn í vanda í skólakerfinu hefur verið að byggjast upp í mér löngun til að segja frá minni sögu, því ég þekki það á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli fyrir börn að kerfið grípi þau þegar þarf á að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Ógeðs­lega stoltur af kennurum

Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins.

Innlent