Bandaríkin Óskarsverðlaunaleikarinn Alan Arkin látinn Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum. Lífið 30.6.2023 14:15 Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15 Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09 Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02 Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Erlent 29.6.2023 21:25 Segir mömmu sína hafa kynnt fjölskylduna fyrir hugvíkkandi efnum Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jaden Smith segir móður sína, Jada Pinkett Smith, hafa kynnt fjölskyldunni fyrir hugvíkkandi efnum. Hún hafi verið fyrst til að nýta efnin en síðan hafi öll fjölskyldan fylgt í kjölfarið. Lífið 29.6.2023 17:03 Banna jákvæða mismunun kynþátta Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Erlent 29.6.2023 14:36 Frestar tónleikaferðalaginu eftir dvöl á gjörgæslu Bandaríska söngkonan Madonna heftir frestað tónleikaferðalagi sínu eftir að hafa verið flutt á gjörgæslu vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Lífið 29.6.2023 07:40 Líkamsleifar fundust í flakinu af Titan Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað. Erlent 29.6.2023 06:54 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2023 06:36 Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik. Lífið 28.6.2023 14:31 NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Erlent 28.6.2023 14:15 Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. Erlent 28.6.2023 11:43 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. Erlent 28.6.2023 11:42 Titanic-leikarinn Lew Palter látinn Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri. Lífið 28.6.2023 10:05 Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. Erlent 28.6.2023 09:22 Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Erlent 27.6.2023 22:40 Handtekinn fyrir að myrða konu á tíræðisaldri, dóttur hennar og tengdason Christopher Ferguson, bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í gær eftir að hjón á áttræðisaldri, sem voru að halda upp á gullbrúðkaupsafmæli, fundust látin á heimili þeirra á sunnudag. Móðir konunnar, sem var 97 ára gömul fannst einnig látin. Erlent 27.6.2023 15:51 Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Erlent 27.6.2023 15:34 Skildi árs gamla dóttur eftir eina heima og fór í tíu daga frí Móðir sem býr í borginni Cleveland í Ohio ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð á dóttur sinni. Hún er sögð hafa farið í tíu daga frí og skilið dóttur sína, sem var sextán mánaða gömul, eftir eina heima á meðan með þeim afleiðingum að hún lést. Erlent 27.6.2023 13:29 Elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun er látinn Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. Erlent 27.6.2023 10:23 Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. Lífið 27.6.2023 09:20 CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Erlent 27.6.2023 06:52 Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Tónlist 26.6.2023 17:09 Starfsmaður fórst þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil Bandarískur flugvallarstarfsmaður fórst á föstudag þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil á San Antonio alþjóðaflugvellinum í Texas. Bandarísk flugmálayfirvöld greina frá þessu og segja óljóst á þessari stundu hvernig þetta atvikaðist. Erlent 26.6.2023 17:02 Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins. Erlent 26.6.2023 15:18 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Erlent 26.6.2023 09:18 Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Erlent 26.6.2023 07:45 Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. Erlent 25.6.2023 15:45 Taylor Swift skellti skollaeyrum við boði Meghan Markle Taylor Swift þáði ekki boð Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, um að mæta sem gestur í hlaðvarpsþátt hennar Archetypes. Hertogaynjan sendi henni skriflega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götublaðið The Sun fullyrðir. Lífið 25.6.2023 15:06 « ‹ 68 69 70 71 72 73 74 75 76 … 334 ›
Óskarsverðlaunaleikarinn Alan Arkin látinn Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum. Lífið 30.6.2023 14:15
Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15
Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09
Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02
Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Erlent 29.6.2023 21:25
Segir mömmu sína hafa kynnt fjölskylduna fyrir hugvíkkandi efnum Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jaden Smith segir móður sína, Jada Pinkett Smith, hafa kynnt fjölskyldunni fyrir hugvíkkandi efnum. Hún hafi verið fyrst til að nýta efnin en síðan hafi öll fjölskyldan fylgt í kjölfarið. Lífið 29.6.2023 17:03
Banna jákvæða mismunun kynþátta Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Erlent 29.6.2023 14:36
Frestar tónleikaferðalaginu eftir dvöl á gjörgæslu Bandaríska söngkonan Madonna heftir frestað tónleikaferðalagi sínu eftir að hafa verið flutt á gjörgæslu vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Lífið 29.6.2023 07:40
Líkamsleifar fundust í flakinu af Titan Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað. Erlent 29.6.2023 06:54
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2023 06:36
Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik. Lífið 28.6.2023 14:31
NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Erlent 28.6.2023 14:15
Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. Erlent 28.6.2023 11:43
Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. Erlent 28.6.2023 11:42
Titanic-leikarinn Lew Palter látinn Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri. Lífið 28.6.2023 10:05
Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. Erlent 28.6.2023 09:22
Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Erlent 27.6.2023 22:40
Handtekinn fyrir að myrða konu á tíræðisaldri, dóttur hennar og tengdason Christopher Ferguson, bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í gær eftir að hjón á áttræðisaldri, sem voru að halda upp á gullbrúðkaupsafmæli, fundust látin á heimili þeirra á sunnudag. Móðir konunnar, sem var 97 ára gömul fannst einnig látin. Erlent 27.6.2023 15:51
Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna. Erlent 27.6.2023 15:34
Skildi árs gamla dóttur eftir eina heima og fór í tíu daga frí Móðir sem býr í borginni Cleveland í Ohio ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð á dóttur sinni. Hún er sögð hafa farið í tíu daga frí og skilið dóttur sína, sem var sextán mánaða gömul, eftir eina heima á meðan með þeim afleiðingum að hún lést. Erlent 27.6.2023 13:29
Elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun er látinn Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. Erlent 27.6.2023 10:23
Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. Lífið 27.6.2023 09:20
CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Erlent 27.6.2023 06:52
Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Tónlist 26.6.2023 17:09
Starfsmaður fórst þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil Bandarískur flugvallarstarfsmaður fórst á föstudag þegar hann sogaðist inn í flugvélahreyfil á San Antonio alþjóðaflugvellinum í Texas. Bandarísk flugmálayfirvöld greina frá þessu og segja óljóst á þessari stundu hvernig þetta atvikaðist. Erlent 26.6.2023 17:02
Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins. Erlent 26.6.2023 15:18
Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Erlent 26.6.2023 09:18
Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Erlent 26.6.2023 07:45
Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. Erlent 25.6.2023 15:45
Taylor Swift skellti skollaeyrum við boði Meghan Markle Taylor Swift þáði ekki boð Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, um að mæta sem gestur í hlaðvarpsþátt hennar Archetypes. Hertogaynjan sendi henni skriflega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götublaðið The Sun fullyrðir. Lífið 25.6.2023 15:06