Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Píratar hafa á­hyggjur af skorti á eftir­liti með lög­reglu

Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg svíkur í­búa Laugar­dals

Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“.

Skoðun
Fréttamynd

Stefni í endur­tekningu á síðasta vori

Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau.

Innlent
Fréttamynd

Mynda þurfti ríkis­stjórn

Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista.

Skoðun
Fréttamynd

Lokað á börn í vanda

Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni.

Skoðun
Fréttamynd

Munu lappa upp á vatns­póstinn í Aðal­stræti

Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stök vit­leysa

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarheilbrigðisþjónusta

Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Koma á fót framkvæmdanefnd um mál­efni Grinda­víkur

Alþingi samþykkti í dag lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin tekur formlega til starfa 1. júní næstkomandi þegar lögin taka gildi. Undirbúningur að starfi nefndarinnar er þegar hafinn og skipan hennar verður kynnt innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Ein­faldara fyrir­komu­lag til­vísana

Í gær kom inn lítill og nett tilkynning inn á vef Stjórnarráðsins frá heilbrigðisráðuneytinu. Tilkynningin fjallar um að einfalda eigi tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Það má með sanni segja að tilvísanakerfið hafi sætt nokkurri gagnrýni síðustu misseri, ekki síst frá læknum sem hafa talið það taka frá þeim dýrmætan tíma og valdi óþarfa skriffinnsku.

Skoðun
Fréttamynd

Breyttar for­sendur kalli á nýjan ung­linga­skóla í Laugar­dal

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Eru byssur meira full­orðins?

Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Heim­sótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið

Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi.

Innlent
Fréttamynd

Frið­lýsir hluta Fjaðrár­gljúfurs

Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða læknaferðin endur­greidd

Síðustu mánuði hafa margar jákvæðar fréttir borist frá heilbrigðisráðuneytinu. Markvisst er unnið eftir stefnunni jafnt aðgengi, óháð efnahag og búsetu, um það ríkir samstaða í samfélaginu. Það er því fagnaðarefni að nú er verið að fjölga ferðum sem fást endurgreiddar frá Sjúkratryggingum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem sótt er utan heimabyggðar.

Skoðun
Fréttamynd

Versta kerfi í heimi?

SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ekki við­eig­andi að tjá sig um mál Maríu Sig­rúnar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Lilja hefur á­hyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV

Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna.

Innlent
Fréttamynd

Staf­rænt sam­starf sveitar­fé­laga þarf aukið vægi

Síðustu fjögur ár eða svo hafa sveitarfélög átt með sér meira samstarf í stafrænum málum en nokkru sinni áður. Margt gott hefur áunnist. Miðlægt teymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga (Sambandið) hefur spilað mikilvægt hlutverk í því að koma á auknu samtali milli sveitarfélaga og stuðla að aukinni samvinnu.

Skoðun